You are here

Greining og mat

Áhrifarík lestrarkennsla hefst með athugun og mati á stöðu barnsins. Lestur er ákveðin færni sem þarf að kenna og með tilliti til þess er mikilvægt að  kennarinn byrji á því að kanna hvaða færni nemendur hafa við upphaf lestrarnámsins og skipuleggi síðan kennslu sem miðar að þörfum hvers og eins. Oft er þetta gert í kjölfar skimunarprófa, en þau gefa til kynna hvaða nemendur gætu verið í áhættu með að lenda í erfiðleikum með lestrarnámið. Styrkleikar og veikleikar þeirra sem lenda í áhættuhópi eru þá kannaðir ítarlega og eins vel og kostur er,  til þess að tryggja að kennslan beinist að réttum áhersluþáttum svo að sem bestur árangur náist.

Ekki koma öll börn í skólann með sömu færni og þess vegna er ekki hægt að gera ráð fyrir að þau læri öll á sama hátt. Hvert einstakt barn lærir að lesa á sinn sérstaka hátt. Það sem  reynist einu barni auðvelt getur verið erfitt fyrir annað. Á sama hátt og  píanókennarinn þarf að finna út stöðu nemandans áður en tónlistarkennslan hefst þarf lestrarkennarinn að greina hvar nemandinn er staddur í lestrarnáminu og mæta honum þar. Fylgja þarf kennslunni eftir á þeim hraða sem barnið ræður við og gæta þess að fara hvorki of hratt né of hægt, svo barnið verði ekki leitt eða gefist upp.

Mat á stöðu nemenda er mikilvægt grundvallaratriði í snemmtækri íhlutun. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá helstu tegundir prófa sem notuð eru til að greina stöðu nemenda. Markmið athugunarinnar er að koma sem best til móts við þarfir hvers og eins í nemendahópnum og að tryggja betri árangur í kennslu.

Greining og mat

Tegund námsmats

Eiginleikar

Algengt form prófsins

Skimunarpróf

Kanna með skjótum hætti hvort veikleikar eru til staðar í vissum forspárþáttum sem spá fram í tímann um árangur í lestri

 

Veitir ekki nákvæmar upplýsingar um sérkennsluþarfir nemandans, en gefur til kynna að bregðast þurfi við með markvissri, rannsóknarmiðaðri kennslu

 

 

Byggist á þáttum sem rannsóknir sýna að spái fyrir um ákveðna færni í lestri síðar á skólagöngunni

Dæmi:

Hljóðkerfisvitund

  • hæfni til að sundurgreina töluð orð í stök hljóð

Hljóðaaðferð

  • færni til að lesa/umskrá bullorð

Lesfimi (fluency)

  • hæfni til að lesa upphátt ákveðinn orðafjölda á mínútu í aldurssvarandi texta, rétt og án hiks og endurtekninga

Orðaforði

  • hæfni til að tengja töluð orð við sjónræn áreiti.

Lesskilningur

  • hæfnin til að lesa aldurssvarandi texta og svara miserfiðum  spurningum

Greinandi

Próf

 

Greiningarpróf

Skiptir víðtæku sviði í ákveðna grunn- og færniþætti

 

Niðurstöðurnar gefa beinar upplýsingar um  hvaða þætti þarf að vinna með í kennslu

 

Venjulega lengra og mun ítarlegra en skimunarpróf

 

Athugið: Greiningarpróf á lesfimi, orðaforða og lesskilningi eru vandmeðfarin og túlkun á þeim krefst haldgóðrar þekkingar á lestrarferlinu og þeim hindrunum sem geta tafið nemendur við að ná tökum á lestri

 

Fela í sér fullkomnar upplýsingar um stöðu nemandans bæði í grunnþáttum (þáttum sem lestur byggist á) og færniþáttum (lestri og stafsetningu).

Dæmi:

  • Athugun á hljóðkerfisvitund getur falist í því að barnið greinir eitt orð af þremur sem ekki rímar við hin tvö; tengir saman hljóð orða eða sundurgreinir hljóð í orðum, o.s.frv.

 

  • Mat á lestri gæti t.d. byrjað á því að barnið les bókstafina og finnur rétt hljóð þeirra.  Les stuttan orðalista og/eða texta,  skrifar texta eftir upplestri, o.s. frv.

 

Árangurspróf

 

Mat á framförum

Fljótleg athugun/mat sem mælir árangur kennslu hjá einum nemanda eða fleirum eftir ákveðið kennslutímabil 

Sams konar eða svipað form og skimunarpróf

 

Stöðupróf

Gefur upplýsingar um framfarir hjá stórum hópi nemenda

 

Venjulega hóppróf

 

Oft stöðluð próf eða markbundin próf

 

Hefur lítið notagildi í daglegri kennslu

Venjulega próf sem nemendur leysa í hljóði

 

Dæmi:

  • Fjölvalsspurningar í orðskilningi

og lesskilningi

Skimunarpróf eru oft notuð til að meta  hljóðkerfisvitund, umskráningu og lesfimi (leshraða), þar sem ekki er hægt að kanna vissa færni nema að nemandinn leysi prófið upphátt.

 

 (Byggt á Walpole & McKenna 2007:13)

 

 © Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer