You are here

Hvað er læsi?

Hugtakið læsi (literacy) er komið úr latínu og merkir táknsetning með bókstöfum. Merking þess er víðtæk, en  það vísar allt í senn til lesturs, ritunar og lesskilnings. Það að vera læs felst í því að einstaklingar geti nýtt sér lestur, lesskilning og ritun í daglegum viðfangsefnum. Læsi byggir í meginatriðum á  eftirfarandi þremur þáttum:

Lestækni  er færni sem hver einstaklingur þarf að læra og þjálfa og byggir á því að þekkja bókstafina og hljóð þeirra af öryggi til að vera fær um að lesa hratt og fyrirhafnarlaust úr bókstafstáknum ritmálsins.

Lesskilningur  er færni sem byggir á orðaforða og málskilningi einstaklingsins.   Um er að ræða hæfni til að skilja ólíka texta í mismunandi samhengi, frá mismunandi sjónarhornum, tilgangi og markmiði.

Ritun og stafsetning er færni sem  byggir á öllum þáttum tungumálsins. Að grunni til reynir stafsetning mjög á hljóðkerfisþáttinn, einkum færni við að sundurgreina hljóð orðanna til að vera fær um að kortleggja þau með réttum bókstöfum.

 © Freyja Birgisdóttir og Steinunn Torfadóttir

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer