You are here

Þulir-Talgervlar

Talgervlar (þulir)

ViTal er tölvuforrit (talgervill), sem les upphátt texta sem búið er að setja inn í tölvuna. það

  • er sænskt að uppruna
  • les bæði íslensku og ensku í hvaða kerfi sem er, hvort sem lesa á texta af netinu í Word eða Power Point
  • getur stuðlað að sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda sem ná ekki sjálfvirkum, fyrirhafnarlausum lestri og góðum leshraða
  • getur lesið jafnóðum það sem skrifað er á lyklaborðið, getur lesið hvern staf fyrir sig, orð eða heilar setningar
  • getur hjálpað þeim sem eiga erfitt með að
    – sundurgreina hljóð (bókstafi) orða og átta sig á röð þeirra
    – gera greinarmun á stuttu og löngu sérhljóði
    – gera greinarmun á hljómlíkum stöfum (b/p, d/t g/k, v/f,  þ/ð) 

Hægt er að skanna inn bækur og verkefni á tölvutækt form þegar ekki er hægt að nálgast efnið annars staðar. Notandinn getur stjórnað leshraða forritsins eftir þörfum og einnig er hægt að stjórna hversu lengi röddin bíður á milli orða og setninga. 

Þeir sem vilja kynna sér forritið geta haft samband við Ingunni Hlín Jónasdóttur, netfangið: ihj@hi.is eða í síma 699-8841.

http://www.felaglesblindra.is/lix/adjalta?PageDisp=123978&sysl&lesblindir&&edit= (sótt 11. 4. 2007)

,, Easy Tutor”

,,EasyTutor” er forrit fyrir lesblinda tölvunotendur sem getur gagnast á öllum skólastigum. Það les upphátt og yfirstrikar texta í Word skjölum, vefsíðum og öðrum skjölum sem hjálpa til við lestur. Íslenska röddin er kölluð Ragga. Hægt er að tengja forritið við skanna og lesa beint prentaðan texta. Þar má finna leiðbeiningar um forritið og notkun þess.
Nánari upplýsingar um ,,EasyTutor"  http://ortaekni.is/hug-og-velbunadur/Hugbunadur-fyrir-lesblinda/

Ragga - Lesvél

Hexia stóð að gerð Röggu ásamt Símanum, Háskóla Íslands og Trackwell. Tölvuröddin er stórt skref fram á við í gæðum, enda notar hún upptökur af heilum orðum eins oft og hún getur, í stað þess að raða þeim saman úr hljóðungum eins og fyrri tölvuraddir gerðu.
Komið er á markað kerfi sem notar lesvélina til að lesa hvaða texta sem er á netinu og býðst fyrirtækjum og stofnunum aðgangur að kerfinu fyrir vægt mánaðargjald.
Á vefnum er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustuna á vefslóðinni http://hexia.net/upplestur 

Upplestur 2008 fyrir Apple tölvur

Upplestur 2008 er forrit sem er í smíðum hjá Stafsetningu.is, en það getur tengst þul (talgervli) sem les upp íslenskan texta, sjá nánar http://www.stafsetning.is/upplestur/

Natural Reader

Natural reader er forrit sem les enskan texta á tölvutæku formi. Forritið er ókeypis og hægt er að hlaða því beint inn á hvaða tölvu sem er. Sjá nánar                   http://www.naturalreaders.com/

 © Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer