You are here

Háskólar

 Þjónusta við nemendur með dyslexíu í háskólum

Þjónusta við nemendur með lestrarerfiðleika í háskóla er yfirleitt á vegum starfs- og námsráðgjafa eða fyrir milligöngu þeirra. Hún felst aðallega í námsráðgjöf og ýmsum tilhliðrunum við próftöku. Skilyrði fyrir þjónustu er að nemendur hafi lestrargreiningu frá viðurkenndum aðilum, sjá nánar á vefsíðum skólanna.

Á vefsíðu Háskóla Íslands undir heimasíðu Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) (http://www.hi.is/page/namsradgjofHI ) má sjá ítarlegar upplýsingar um stefnu og þjónustu við nemendur með lestrarerfiðleika. Þar kemur m.a. fram að sérstök áhersla sé lögð á námstækni og vinnulag sem síðan er fylgt eftir með öðrum úrræðum eftir því sem hentar hverjum og einum. Úrræði geta m.a. falið í sér:

• lengdan próftíma
• próftöku á tölvu með leiðréttingarforriti
• stækkað letur í prófum
• hljóðupptöku fyrirlestra
• ritara í prófum
• skannaðar kennslubækur fyrir talgervla/þuli

NSHÍ stendur reglulega fyrir námstækninámskeiðum sem eru sérstaklega sniðin að þörfum stúdenta með dyslexíu, sjá  http://www.hi.is/page/namsradgjof_dyslexia

Á heimasíðu NSHÍ undir úrræði er einnig að finna lög um greiningarsjóð fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika, en hlutverk sjóðsins er að koma til móts við kostnað námsmanna sem fara í greiningu vegna sértækra námsörðugleika, sjá
http://www.hi.is/page/Greiningasjodur

Sjá einnig vefsíðu Háskólans í Reykjavík undir Stúdentaþjónusta/námsráðgjöf HR  http://www.ru.is/?PageID=2197

© Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer