Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, leikskólakennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.
Í upphafi lestrarnáms beinist athygli barnsins að hinni tæknilegu hlið lestrarnámsins, svo sem að bókstöfum og hljóðum. Það reynir í miklum mæli á hljóðkerfisþátt tungumálsins, einkum hljóðavitund, en næmi fyrir hljóðum gerir börnum kleift að breyta bókstöfum í hljóð og orð. Börn sem eiga í erfiðleikum með þennan þátt lestrarnámsins eiga á hættu að lenda í lestrarerfiðleikum. Erfiðleikar af þessum toga eru oftast nefndir lesblinda í daglegu tali og dyslexía á fræðimáli.
En lestur krefst víðtækrar málfærni og þekkingar á tungumálinu. Börn verða að vera fær um að skilja merkingu orða, samhengi í texta og að draga ályktanir út frá lestextanum. Þetta reynir mikið á orðaforða, málfræðiþekkingu, málskilning og hæfni til að nota málið í mismunandi samhengi. Börnum með slaka málfærni er hætt við að lenda í erfiðleikum með lesskilning, jafnvel þótt þau geti umskráð bókstafina í hljóð og orð.
Þjálfaður lestur byggist á því að lesandinn nái góðum tökum á þrenns konar færni :
Góðir lesarar njóta þess gjarnan að lesa og lesturinn veitir þeim ánægju.
© Steinunn Torfadóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer