Púki 2007
Púki 2007 leiðréttingarforrit sem er gert fyrir Office hugbúnaðarpakkann frá Microsoft. Hægt er að tengja það inn í öll forrit pakkans og láta það lesa yfir texta bæði um leið og eftir að hann er skrifaður. Rauðar línur birtast undir villum sem forritið finnur og gefnir eru möguleikar á réttum rithætti. Sjá nánar http://vefur.puki.is/
Vefpúki
Vefpúki er forrit sem getur annars vegar lesið yfir vefsíður og hins vegar texta sem notandi slær inn í textabox á síðunni. Það skilar síðunni/textanum til baka þar sem búið er að merkja þau orð sem talin eru rangt stafsett og við hvert merkt orð birtist listi með tillögum að leiðréttingum.
Vefpúki er byggður á sama kerfi og ritvilluvörnin Púki 2007 og fer yfir texta á sama hátt og hann. Sjá nánari leiðbeiningar á http://vefur.puki.is/vefpuki/
Stafsetning 2004 fyrir Apple tölvur.
Stafsetning 2004 er leiðréttingarforrit fyrir Apple tölvur. Til þess að nota hugbúnaðinn þarf hefðbundna útgáfu af Mac OS X 10.3, en forritið les bæði íslensku og ensku og getur skipt sjálfkrafa á milli tungumálanna, sjá nánar http://www.stafsetning.is/
Réttritun.is
Réttritun er fjarnámsvefur sem allir geta notað til að bæta kunnáttu sína í stafsetningu. Skólafólk og kennarar geta notað vefinn til stuðnings í stafsetningarnámi http://www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer