Læsi - lestrarskimun
Læsi - lestrarskimun er ætlað að athuga lestrarhæfni nemenda í 1. og 2. bekk. Annars vegar til að finna nemendur sem kunna að vera í áhættuhópi vegna lestarerfiðleika. Hins vegar að veita kennurum upplýsingar til að skipuleggja kennslu nemenda. Prófið er þýtt úr norsku og staðfært af Guðmundi B. Kristmundssyni og Þóru Kristinsdóttur og kom út árið 2000. Prófið samanstendur af fimm heftum. Þrjú eru fyrir 1. bekk og tvö fyrir 2. bekk.
Prófþættir eru
1. bekkur. Fyrsta prófun
1. bekkur. Önnur prófun
1. bekkur. Þriðja prófun
2. bekkur. Fyrsta prófun
2. bekkur. Önnur prófun.
Greinandi ritmálspróf (GRP 14h)
GRP-14h er hóp-próf fyrir 14 ára nemendur. Höfundar þess eru Rannveig G. Lund og Ásta Lárusdóttir og kom það út árið 2004. Tilgangur prófsins er annars vegar að skima eftir erfiðleikum við ritmálið hjá 14 ára unglingum og byggjast viðmið hópsins á normaldreifðum hópi. Prófið gefur vísbendingar sem hægt er að staðfesta með nánari greiningu. Hins vegar er tilgangurinn kennslufræðilegur því kennarar geta brugðist við niðurstöðum og ýtt undir þjálfun og framfarir með viðeigandi kennslu (sjá nánar í handbók prófsins, bls. 35). Prófinu fylgir spurningalisti til foreldra og kennara.
Prófþættir eru:
Boehm - hugtakapróf
Boehm – R metur hugtakaskilning nemenda í 6 ára bekk. Höfundur er Ann E. Boehm. Prófið er gefið út af The Psychological Corporatio árið 1983. Hægt er að leggja prófið fyrir heilan bekk í einu.
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer