Undirbúningur lestrarnáms
Lestur byggist á tungumálinu. Það má því segja að lestrarnám barnsins byrji um leið og það fer að veita málhljóðum tungumálsins athygli, reyna að tjá sig og skilja það sem sagt er. Málumhverfi barna hefur því mikil áhrif á hvernig þau eru í stakk búin fyrir lestrarnámið en til þess að geta lesið þurfa þau að hafa gott vald á máltjáningu og málskilningi.
Hvernig er hægt að efla málþroska barna ?
Hægt er að stuðla að auknum málþroska m.a. með því að
Hugtök tengd ritmálinu
Börn þurfa að þekkja algeng hugtök sem tengjast ritmálinu. Þá er t.d. átt við hugtök eins og orð, stafur, lína, setning, orðabil, punktur og blaðsíða. Gott er að nota tækifærið til að kenna börnum þessi hugtök um leið og lesið er fyrir þau.
Börn þurfa einnig að átta sig á hefðbundinni lesátt. Gott er að láta fingur fylgja orðunum í línunni um leið og lesið er þannig að barnið tileinki sér smám saman lesáttina og áðurnefnd hugtök (Riley, 2006; Moats, 2000).
Ef vitað er um mál- og/eða lestrarerfiðleika í fjölskyldunni
Góð máltilfinning og þekking á máli er mikill styrkur hjá þeim sem glíma við lestrarerfiðleika og getur hjálpað þeim mikið við að yfirvinna þá (Snowling & Nation, 1997; Snowling, 2006).
Ef vitað er um mál- og/eða lestrarerfiðleika hjá nánum ættingja er gott að vera vel vakandi fyrir einkennum þeirra hjá barninu og byrja strax að vinna með málþætti sem vitað er að styrkja lestrarnámið.
Varast skal þó að skapa óþarfa álag eða áhyggjur hjá barninu og aðstandendum þess.
Frávik í málþroska
Börn sem hafa frávik í málþroska eiga á hættu að lenda í erfiðleikum með lestur. Hér verður þó að hafa í huga að ekki eru bein tengsl á milli lestrarerfiðleika og málerfiðleika og skoða verður hvert tilvik fyrir sig (Catts & Kamhi, 2005).
Hafi foreldrar grun um málþroskafrávik hjá barni sínu er hægt að leita til sérfræðinga innan leikskólans og fá ráðgjöf.
Talmeinafræðingar búa yfir sérhæfðri þekkingu og úrræðum til að bregðast við frávikum í málþroska. Í framhaldi greiningar leggja þeir í flestum tilvikum til vinnuáætlun, bæði fyrir skóla og foreldra um hvernig best sé að vinna áfram með barninu.
Sum börn fá aukaþjónustu inni á leikskóla og önnur sækja þjónustu utan leikskólans á stofu talmeinafræðinga.
Hvernig er hægt að efla hljóðkerfisvitund ?
Hljóðkerfisvitund er yfirhugtak sem vísar til almennrar færni við að skynja hljóðræna uppbyggingu tungumálsins án tengsla við merkingu orðanna.
Hljóðavitund er undirþáttur hljóðkerfisvitundar. Hún felur í sér vitund um að hvert orð er samsett úr röð hljóða sem táknuð eru með bókstöfum. Hún felur einnig í sér tilfinningu fyrir því hvernig hægt er að greina að hljóð og tengja saman með mismunandi hætti. Hún er því mikilvæg til þess að ná tökum á lestri og stafsetningu (Snow, Burns og Griffin, 1998:58).
•Góð hljóðkerfisvitund hjálpar börnum til að læra að lesa því er mikilvægt að leggja rækt við hana áður og samhliða lestrarnáminu. Til eru mörg verkefni sem efla hljóðkerfisvitund ungra barna, en þjálfun hennar getur komið í veg fyrir að börn lendi í erfiðleikum við lestrarnámið (Pence & Justice, 2008).
Hljóðkerfisvitund felur í sér að börn verði smám saman meðvituð um málhljóðin og máleiningar innan orða, svo sem sérhljóð, samhljóð, atkvæði/orðbúta og mismunandi endingar orða. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá dæmigerð verkefni sem reyna í mismiklum mæli á hljóðkerfisvitundina. Talið er auðveldast að finna rímorð, en erfiðast að greina stök hljóð orðanna, en slík færni er undirstaða þess að geta lesið úr bókstöfunum (Chard & Dickson, 1999; Moats, 2000).
Börn eru gjarnan þjálfuð í einföldum verkefnum eins og að ríma og greina orð í atkvæði áður en glíman við lesturinn hefst. Rannsóknir sýna að slík þjálfun er góður undirbúningur fyrir lestrarnámið (Ingibjörg Símonardóttir o.fl. 1999; Lundberg, Frost & Pedersen 1988; Bradley & Bryant 1983).
Börn læra þessa þætti ómeðvitað til að byrja með, t.d. þegar þau
Hægt er að gera börn meðvituð um þessa þætti
Með aldrinum og aukinni þjálfun verða börnin smám saman meðvituð um þessa málþætti og geta farið að nota þekkinguna markvisst við lesturinn.
Góðar bækur sem örva mál og þjálfa hljóðkerfisvitund
Ljáðu mér eyra – Undirbúningur fyrir lestur, eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur og Valdísi B. Guðjónsdóttur. Útgefin í Reykjavík af Skjaldborg 2001.
Markviss málörvun – Þjálfun hljóðkerfisvitundar, eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu Þóroddsdóttur. Gefin út í Reykjavík af Námsgagnastofnun 1999.
Leggðu við hlustir – Íslensk þýðing og staðfærsla, eftir Arnheiði Borg, Áslaugu Hartmannsdóttur, Eirík Ellertsson og Ingibjörgu Símonardóttur. Gefin út í Kópavogi af höfundum 2003. ´
Tölvuforrit frá Námsgagnastofnun
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer