You are here

Bókalisti

Bókalisti

Besti undirbúningur fyrir lestrarnám barna er að lesa fyrir þau, en það er ekki síður notaleg samverustund foreldra og barna.

Aldur er hér aðeins settur til viðmiðunar því börn eru misjöfn og þroskast mishratt. Börn sem mikið er lesið fyrir frá fyrstu tíð þroska með sér einbeitingu og úthald og þola lengri og meira krefjandi texta þegar þau eru orðin fimm til sex ára en þau börn sem lítið er lesið fyrir.

Það er aldrei of seint að byrja að lesa fyrir börn, en taka þarf mið af áhuga barnanna og úthaldi þegar bækur eru valdar til að lesa fyrir þau. Það er góð regla að foreldrar renni aðeins yfir bækurnar áður en þær eru lesnar fyrir börnin til að gera sér betur grein fyrir því hvað hentar hverju barni.

Á eftirfarandi bókalistum eru aðeins nokkrar af fjölmörgum skemmtilegum barnabókum sem eru til og aðgengilegar í bókabúðum og/eða á bókasöfnum. Stjarna fyrir framan titil bókar merkir að til eru fleiri bækur um sömu sögupersónu eða í sama bókaflokki. Margir höfundanna hafa líka samið fleiri bækur en hér eru nefndar og sem vert að kynna sér.

Bækur fyrir börn á fyrsta og öðru ári – Myndabækur með litlum eða engum texta

Bækur fyrir börn á þriðja og fjórða ári – Myndabækur með meiri texta

Bækur fyrir börn á fimmta og sjötta ári – Myndabækur með talsverðum texta

Myndskreyttar sögubækur fyrir fimm og sex ára bókaorma

 

© Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer