Kenningin um tvöfaldan veikleika
Kenningin um tvöfaldan veikleika (double-deficit hypothesis) beinir sjónum að þeim þætti hljóðkerfisúrvinnslunnar sem snýr að aðgengi að hljóða- og orðasafni í minni. Hún er byggð á þeirri staðhæfingu að aðgengi og endurheimt á hljóðrænum upplýsingum, sem skráðar eru með ákveðnum hætti í minninu, sé einn af undirþáttum lestrar óháður hljóðavitund og stafaþekkingu (Bowers 1995; Bowers og Wolf, 1993; Felton og Brown 1990; Felton & Wood 1990; Wolf & Bowers 1999; Wolf, Bowers & Biddle 2000).
Aðgengi að hljóða- og orðasafni minnisins er oftast metið með verkefnum sem reyna á nefnuhraða. Nefnuhraði er talinn mælikvarði á hæfni heilans til að hindra/velja úr, virkja og tengja saman ólíka starfsemi svo sem sjónræna og heyrnræna skynjun, endurheimt, merkingu o. fl. innan ákveðins tíma.
Aðallega er um tvenns konar nefnuhraða-verkefni að ræða
Þar sem hugtökin eða táknin sem nefna á (sbr. RAN próf) eru mjög algeng er talið að minnisþátturinn hafi litlu hlutverki að gegna í þessum verkefnum. Þess vegna eru nefnuhraðapróf álitin ,,hreinni” mæling á endurheimt hugtaka en aðrar prófanir varðandi nefnun á hlutum/hugtökum.
Samkvæmt kenningunni um tvöfaldan veikleika byggist nefnuhraði mikið til á öðrum þáttum en þeim hljóðkerfislegu við lestur, þar með taldir þættir tengdir athygli, sjónrænni þekkingu og hraða við úrvinnslu upplýsinga. Á þeim forsendum eru börn með lestrarerfiðleika flokkuð í þrjá eftirfarandi hópa:
Kenningin um tvenns konar veikleika á við síðastnefnda hópinn, en innan hans glímir fólk við slaka umskráningarfærni, vegna veikleika í hljóðkerfisvitund og hægan leshraða, vegna veikleika í undirliggjandi þáttum nefnuhraða. Rannsóknir sýna að mjög hátt hlutfall þeirra sem glíma við lestrarörðugleika tilheyra þeim hópi (Wolf og O´Brien 2001; Wolf, Bowers og Biddle 2000).
Heimild : Wolf o.fl.2002: The second deficit: An investigation of the independence of phonological and naming-speed deficit in developmental dyslexia. Í Reading and Writing: An Interdisciplinary Journal 15. bls. 61
Catts o.fl. (1999) gerðu athugun á nemendum í 2. bekk sem voru slakir í lestri og þá kom í ljós að 29 % þeirra voru með tvöfaldan veikleika, 25 % eingöngu með hljóðkerfisveikleika og 15 % eingöngu með veikleika í nefnuhraðaferlinu.
Fræðimenn eru ekki sammála um hvort hljóðkerfisvitund og nefnuhraði séu tveir aðskildir þættir innan hljóðkerfisins né hvernig tengslum þeirra er nákvæmlega háttað. Eins og er virðist nefnuhraði meira tengdur lesfimi á meðan hljóðavitund er í beinum tengslum við umskráninguna. Þörf er á meiri rannsóknum á því hvort nefnuhraði sé aðskilinn þáttur innan hljóðkerfisúrvinnslunnar óðháður hljóðkerfisvitundinni með því að athuga betur nemendur sem eingöngu eru með slakan nefnuhraða án samfygljandi veikleika í hljóðkerfisvitund. Schatchneider, Carlson, Francis, Foorman og Fletcher (2002) halda því fram að hægur nefnuhraði meðal barna með tvöfaldan veikleika endurspegli slaka útkomu þeirra á verkefnum sem prófa hljóðavitund þar sem þessi sömu börn hafi yfirleitt slakari hljóðkerfisvitund en börn sem eingöngu greinist með veikleika í hljóðkerfisvitund (Roth 2004).
Kennslufræðilegur ávinningur kenningarinnar
En hvað sem öllum ágreiningi líður varðandi tilgátuna um tvöfalda veikleikann hefur hún haft víðtæk áhrf bæði á kennslu og mat á börnum með lestrarerfiðleika. Hvað kennsluna snertir hefur tilkoma hennar opnað augu fólks á þörfinni fyrir
(Wolf and O´Brien, 2001).
Börn með dyslexíu sýna hægari nefnuhraða en börn með eðlilega lestrargetu (Denkla & Rundel 1976; Vellutino o.fl. 1995; Wolf 1991) og athuganir hafa einnig gefið til kynna að breytileiki í nefnuhraða meðal forskólabarna geti sagt fyrir um lestrarárangur á seinni skólaárum (Badin 1994; Bower og Swanson 1991; Pennington o.fl. 2001; Wolf o. fl. 2002). Þótt forspárgildið sé fremur lítið miðað við forspá hljóðkerfisvitundar þá virðist nefnuhraði einna besti mælikvarðinn á hversu hratt og vel ritháttarferlið gegnur fyrir sig (Catts og Kamhi 2005). Nefnuhraðapróf er nú orðið hluti af víðtæku mati á nemendum sem eru að hefja lestrarnám þar sem sýnt hefur verið fram á að þeir sem eiga í mestum erfiðleikum með lestur og lestrarnám hafi veikleika bæði í hljóðkerfisvitund og undirliggjandi ferlum nefnuhraða sem hafi mikil áhrif á lestrarþróun þeirra og möguleika til árangurs (Roth 2004:264).
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer