You are here

Vísbendingar um dyslexíu

Lestur byggist á færni í tungumálinu. Rannsóknir á kennslu barna með dyslexíu (Torgesen, 2005; Lyon, Shaywitz, Chhabra, Sweet, 2004) gefa til kynna að árangursríkast sé að byrja  snemma að undirbúa börn fyrir lestrarnámið og veita þeim sem fyrst aðstoð við að ná tökum á lestrinum. Þess vegna er gott að vera vakandi fyrir einkennum sem geta verið vísbendingar um lestrarerfiðleika sem fram koma bæði í máli og lestri (Shaywitz, 2004).

Þó best sé að reyna að fyrirbyggja erfiðleikana þá sýna rannsóknir jafnframt að það er aldrei of seint að takast á við þá en besta leiðin til að ná framförum er að iðka lestur og æfa sig að stafsetja (Allington, 2006).


Hér á næstu þremur síðum má finna nokkur einkenni sem geta verið vísbendingar um lestrarerfiðleika.

Hljóðupptaka: 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer