You are here

Skýrslur

Skýrsla um niðurstöður Læsis-Lesskimunar 2011

Höfundar skýrslu: Ásgeir Björgvinsso, Guðrún Edda Bentsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir

Menntasvið Reykjavíkur, ágúst 2011

Skýrslan sýnir niðurstöður úr lesskimun í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2011. Sjá nánar

 

Skýrsla starfshóps um aukið samstarf leikskóla og grunnskóla um eflingu málþroska og læsis

Reykjavíkurborg, Skóla- og frístundarsvið, sept, 2011

 

Skýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum

Höfundar: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir

Unnin fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011

Skýrslan er afrakstur verkefnis sem var framkvæmt á grundvelli þriggja ára áætlunar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem gildir frá 2010 til 2012 og samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Verkefnið fólst í því að afla upplýsinga um málumhverfi leikskólabarna á Íslandi. Sjá nánar

 

Skýrsla um náttúrufræðinám og læsi.

Höfundur: Ólafur Örn Pálmarsson, 2011

Í skýrslunni er m.a. að finna umfjöllun um starf hópsins, fræðilega umfjöllun um læsi og lestur náttúrfræðitexta, samstarf kennara, kennsluhugmyndir og hvernig þær eru framkvæmdar og niðurstöður starfsins. Sjá nánar

 

Kynjamunur í námsárangri í grunnskólum í Reykjavík samkvæmt PISA 2009 og samræmdum prófum

Unnið fyrir Menntasvið Reykjavíkur, apríl 2011

Höfundur: Almar M. Halldórsson

Skýrslan fjallar um kynjamun í lesskilningi í skólum í Reykjavík eins og hann birtist í PISA rannsókn OECD frá 2009. Einnig eru birtar niðurstöður um læsi á stærðfræði og náttúrufræði. Metin eru tengsl milli kynjamuns og meðallesskilnings í skólum og jafnframt metin tengsl lestrarvenja og námsvenja við lesskilning nemenda. Loks eru skoðaðar framfarir drengja og stúlkna í Reykjavík í samræmdum íslensku- og stærðfræðiprófum á miðstigi og unglinga. Sjá nánar

 

Staða drengja og stúlkna á matsþáttum Skólapúlsins og tengsl við námsárangur skólaárið 2009-10, í grunnskólum í Reykjavík

Unnið fyrir Menntasvið Reykjavíkur, maí 2011

Höfundur: Almar M. Halldórsson

Könnuð var staða drengja og stúlkna í 7. og 10. bekk grunnskóla á matsþáttum í Skólapúlsinum, sem um helmingur skóla á landinu notar við sjálfsmat. Lagt var mat á virkni í námi, líðan og skóla- og bekkjaranda. Einnig voru könnuð tengsl við námsárangur stúlkna og drengja eins og þau koma fram á samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði. Sjá nánar

 

Skýrsla starfshóps um námsárangur drengja

Höfundar: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Óttar Proppé, Nanna K. Christiansen, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson, Bryndís Jónsdóttir, Ingveldur Hrönn Björnsdóttir,  Bergsveinn Þór Jónsson. September 2011

Í skýrslunni kemur m.a. fram að það er kynjamunur á námsárangri í Reykjavík, sérstaklega í lestri, að mun fleiri drengir en stúlkur fá úthlutun vegna fatlana eða annarra raskana og að kennsluhættir geta skipt máli til að breyta frammistöðu drengjanna og stúlknanna um leið. Sjá nánar

 

 

Skýrsla um samræmd könnunarpróf 2011

Höfundar: Guðrún Birna Einarsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. Sjá nánar

 

Íslenskir nemendur við lok grunnskólans

Í skýrslunni segir frá helstu niðurstöðum PISA 2009 um lesskilning og læsi í stærðfræði og náttúrufræði

Höfundar: Almar M. Halldórsson, Ragnar, F. Ólafsson,  Óskar H. Níelsson, Júlíus K. Björnsson Námsmatsstorfnun, 2010. Sjá nánar

 

Staða íslenskra grunnskóla. Námsárangur og skýringarþættir í PISA 2006

Höfundar: Almar M. Halldórsson, Ragnar, F. Ólafsson,  Óskar H. Níelsson, Júlíus K. Björnsson Námsmatsstorfnun, 2006

Í fyrri hluta skýrslunnar segir frá þróun lesskilnings hjá 15 ára nemendum og læsi þeirra á stærðfræði samkvæmt PISA árin 2000, 2003 og 2006. Í seinni hluta hennar er m.a. fjallað um sérkenni íslenskra skóla miðað við önnur lönd í OECD, tengsl milli meðallæsis nemenda á náttúrufræði í skólum og þátta sem tengjast heimilisaðstæðum, viðhorfum nemenda og skólastarfinu. Sjá nánar

 

 

Byrjendalæsi: Skýrsla um þróunarstarf í lestri í 12 skólum skólaárið 2007-2008

Höfundar:Birna María Svanbjörnsdóttir og Ingibjörg Auðunsdóttir

Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri, júní 2008

Í skýrslunni er sagt frá mati 15 kennara sem tóku þátt í Byrjendalæsi, skólaárið 2007–2008. Þeir mátu  hvernig þeim hefði gengið að nýta sér aðferðina í kennslu, hvernig undirbúningur og skipulag hefði verið framkvæmt, hvernig þeir hefðu öðlast yfirsýn á stöðu nemenda og mætt mismunandi þörfum þeirra. Einnig mátu kennarar þá fræðslu sem þeir höfðu fengið í Byrjendalæsi og hvernig sú ráðgjöf og stuðningur sem þeir höfðu fengið hefði nýst þeim. Sjá nánar

 

Skýrsla um lestrarörðugleika og leshömlun

Skýrsla er um tillögur nefndar um úrræði fyrir börn með lesblindu og aðra lestrarörðugleika í grunn- og framhaldsskólum.

Gefin út af Menntamálaráðuneytinu í apríl 2007. Sjá nánar

 

Skýrsla um málþroska og læsi

Tillögur og greinargerð starfshóps um málþroska og læsi, júní 2007. Sjá nánar

 

Lesskimunarprófið Læsi-Lesskimun: Skýrsla unnin fyrir Menntamálaráðuneytið

Höfundar: Rósa Eggertsdóttir og Guðmundur Engilbertsson

Skólaþróunarsvið kennarardeildar Háskólans á Akureyri, mars 2004. Sjá nánar

 

Skýrslur um kennslu nemenda  af erlendum uppruna og fjölmenningu

Sex ný lönd á Fjölmenningarvef barna.

Verkefnisstjóri: Anna Guðrún Júlíusdóttir. Ágúst, 2011

Markmið verkefnis var að bæta sex löndum inn á Fjölmenningarvef barna. Úganda, Ítalíu, Portúgal, Serbíu, Írak og Japan. Veittar eru fjölþættar upplýsingar um upprunalönd þeirra barna sem flust hafa með foreldrum sínum til Íslands. Fjallað er um staðhætti, menningu og mannlíf en sérstök áhersla er lögð á myndefni sem birtir líf barna í landinu. Með tilurð vefjarins eru nemendur hvattir til að halda tengslum við uppruna sinn og vera stoltir af honum. Vefurinn auðveldar nemendum að kynna landið sitt fyrir öðrum. Kennarar eru hvattir til að nota efnið á vefnum í landafræðikennslu til að auka fjölbreytni í námi og kennslu.  Sjá nánar

 

Skýrsla um þróunarverkefnið ,,Styrkjum foreldra“

Höfundur: Auðbjörg Eiðsdóttir. Júní 1010

Verkefnið Stoðir fyrir foreldra er fræðsla í skólum til þess að efla jákvæð og styðjandi samskipti á milli foreldra barna af erlendum uppruna og skólans. Markmið þess er að láta foreldrum í té verkfæri sem gerir þeim kleift að skilja upplýsingar frá skólanum og þær væntingar sem hann gerir til þeirra. Með þessu er verið að bregðast við og færa skólum bjargir til þess að upplýsa betur um það sem fram fer yfir skólaárið og um hið daglega skólastarf. Sjá nánar

 

Sérkennsla

Skýrsla um framkvæmd sérkennslu í almennum grunnskólum

Höfundar: Hildur B. Svarvarsdóttir, Sara Björg Ólafsdóttir, Hrund Logadóttir

Menntasvið Reykjavíkurborgar, ágúst 2011. Sjá nánar

 

Skýrsla starfshóps um skólaþjónustu á þjónustumiðstöðvum

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, janúar 2011. Sjá nánar

 

 

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer