Blindrabókasafn Íslands
Blindrabókasafn Íslands er bókasafn fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið prentað letur. Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við námsmenn, en þeir þurfa að sýna vottun um greiningu til þess að fá aðgang. blibok@bbi.is.
Félag lesblindra á Íslandi
Tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar menningar- og hagsmunamálum lesblindra m.a. með því:
Heimili og skóli
Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmis konar efni um foreldrastarf.
Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra. http://www.heimiliogskoli.is/
Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun gefur út margs konar námsgögn fyrir grunnskólann, kennslubækur, vinnubækur, kennsluleiðbeiningar, hljóðbækur,vefefni, fræðslumyndir og handbækur. Réttur skólanna til að fá námsefni frá Námsgagnastofnun byggist á svokölluðum úthlutunarkvóta sem ákveðinn er árlega af námsgagnastjórn.
http://nams.is/Um-namsgagnastofnun/
Á vef Námsgagnastofnunar er hægt að finna upplýsingar um námsefni, gagnvirkt efni og verkefni sem hægt er að prenta út, sjá nánar http://nams.is/allt-namsefni
Námsmatsstofnun
Námsmatsstofnun er faglega sjálfstæð vísindaleg stofnun á sviði menntamála. Sérstaða stofnunarinnar felst einkum í sérþekkingu og sérhæfingu á sviði próffræði, námsmats og samanburðarannsókna á menntakerfum. Sjá um rannsóknir stofunarinnar á læsi íslenskra barna http://www.namsmat.is/vefur/rannsoknir/pisa.html
Stofnunin hefur annast framkvæmd samræmdra prófa í 4. 7. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins. En samkvæmt 39. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 ákveður menntamálaráðherra að fela Námsmatsstofnun eða öðrum til þess bærum aðila að hafa umsjón með gerð og framkvæmd samræmds námsmats, sjá nánar um samræmt námsmat og frávik í lögum um grunnskóla, 39. grein
Sjónarhóll
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð sem eftirfarandi samtök standa að:
• ADHD samtökin
• Landssamtökin Þroskahjálp
• Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
• Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum.
Samtökunum er ætlað
http://www.sjonarholl.net/default.asp?sid_id=15888&tre_rod=006|&tId=1
Tölvumiðstöð fatlaðra
Í Tölvumiðstöð fatlaðra er boðið upp á ráðgjöf til kennara og foreldra. Þeir geta fegnið leiðbeiningu og kennslu á búnað og forrit fyrir einstaklinga. Á vefsíðu Tölvumiðstöðvar fatlaðra er bent á gagnlegar vefsíður og forrit sjá nánar http://www.tmf.is/.
Umboðsmaður barna
Hlutverk umboðsmanns barna er að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Honum er ekki ætlað að skipta sér af einstökum börnum heldur leiðbeina þeim sem til hans leita um hvert þeir geti snúið sér til að leysa sín mál. Sjá nánar http://www.barn.is/barn/adalsida/forsida/
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer