You are here

Samræðulestur

Samræðu-lestur (Dialogic Reading)

Samræðulestur er kerfisbundin leið til að fá börn til að tala um bækur (það sem gerist í þeim) með það að markmiði að efla málhæfni og auka orðaforða þeirra. Hinn fullorðni, oftast foreldri eða kennari,  er fyrirmynd barnanna og sýnir þeim hvernig á að beita tungumálinu, spyr spurninga, veitir endurgjöf og stuðlar að því að lýsingar barnanna á innihaldi bókarinnar verði sífellt fullorðinslegri. Þannig eykst orðaforði þeirra og málhæfni stig af stigi. Það er einkum sá þáttur að fá börnin til viðræðna og hin kerfisbundna leið sem farin er til þess sem aðgreinir aðferðina frá öðrum samlestraraðferðum.

Samræðulestur byggir á vinnuferli sem  felst í að spyrja/hvetja, meta, útvíkka og endurtaka  sem kallast á ensku PEER röðin (skammstöfunin stendur fyrir prompt-evaluate-expand-repeats, á íslenku að spyrja/hvetja, meta, útvíkka og endurtaka – SMÚE).

Að spyrja/hvetja (Promt)

Fimm tegundir spurninga (prompts) eru notaðar til að hefja PEER – röðina (hægt að muna röð og heiti úr frá orðinu CROWD). Þær eru:

1.      Að ljúka setningu (completion question prompts) 

Hinn fullorðni lætur börnin ljúka setningu sem hann ber fram. Er dæmigert fyrir  bækur með rími og endurteknum hendingum. T.d. tunnan valt og úr   henni _____  eða ,,ég held að ég myndi verða myndarlegur köttur”. Svolítið þybbin en samt ekki  of _________ (hér á barnið að fylla inn í með orðinu feitur). ,,Completion promts”  láta börnunum í té upplýsingar um uppbyggingu tungumálsins sem er mikilvæg fyrir áframhaldandi málnotkun og lestur.

2.      Að rifja upp söguþráð (recall question prompts) 

Til að endurheimta söguþráð eru notaðar spurningar um hvað gerðist í bók sem búið er að lesa. T.d. ,, Geturðu sagt mér hvað kom fyrir litlu bláu flugvélina í þessari sögu? ,,Recall pompts“ hjálpa nemendum til að skilja söguflækjur með því að lýsa röð atburða og er bæði hægt að nota við lok sögu og við upphaf sögu sem börn hafa heyrt áður.                                                   

3.      Opnar spurningar (open ended question prompts) 

Opnar spurningar snúast aðallega um myndir bókanna og virka best á bækur sem eru ríkulega myndskreyttar. T.d. ,,segðu mér hvað er að gerast á þessari mynd? Þær hjálpa börnunum til að bæta talmál/tjáningu (expressive fluency) og veita smáatriðum athygli.

4.      Hvað, hvar, hvenær, af hverju og hvernig – spurningar (what, where, when, why and how question -prompts) 

Spurningarnar byrja yfirleitt á spurnarorðunum hvað, hvar, hvenær, af hverju. Þær      snúast um myndir bókanna eins og opnu spurningarnar. T.d. að benda á myndir og spyrja hvað börnin sjá (hvað er þetta?). Hv - spurningar kenna börnunum ný orð og  efla orðaforða þeirra.

5.      Að vísa út fyrir bókina (distancing question prompts) 

Spurningum sem vísa út fyrir bókina er ætlað að tengja myndir og orð út fyrir heim bókarinnar. T.d. þegar um er að ræða mynd af dýri á sveitabæ er hægt að segja,, Manstu þegar við fórum í Húsdýragarðinn í síðustu viku?  Hvað af þessum dýrum sáum við þar? ,,Distancing question pompts“  hjálpa börnum til að brúa bilið milli bóka og raunveruleikans og efla um leið munnlega tjáningu, samræðu- og frásagnarhæfni.

 

Metur viðbrögð/svör barnsins (Evaluates)

Þegar vibrögð eru rétt/jákvæð ætti kennari að endurtaka svar barnsins og hrósa. Þegar svar reynist rangt þá þarf kennari að sýna barninu rétt svar (modeling) og láta barnið endurtaka það og veita jákvæða endurgjöf.

Útvíkkar svar barnsins  (Expands)

Kennari útvíkkar svar barnsins með því að  umorða svarið og bætir meiri upplýsingum við það. Best er að bæta aðeins smávægilegum upplýsingum við. T.d. ef barn bendir á mynd af hundi og segir: ,,Hundur“. Þá getur kennari jánkað því og endurtekið með því að segja:,, já brúnn hundur“

Endurtekur (Repeats)

Kennari spyr aftur til að láta barnið endurtaka svarið á nýjan leik til að fullvissa sig um að barnið hafi lært viðbótar upplýsingarnar. Kennari gengur úr skugga um að barnið hafi lært af spurningunum, matinu og útvíkkuninni með því að endurtaka spurningar eða hluta ferilsins (PEER)

Samræðulestur fer yfirleitt fram í litlum hópum (3-5 nemendur), þannig að allir sjái myndir bókanna vel og hvert barn fái tækifæri til að tjá sig, vera þátttakandi og þjálfa málnotkun sem mest undir beinni leiðsögn kennarans. Kennarinn velur bækur með fjölbreyttum, en nákvæmum myndum. Á tenglinum hér fyrir neðan má sjá stuttan fyrirlestur um val á bókum

http://www.flvpkonline.org/teachertoolkit/langVoc/section_4/4a.htm

http://www.flvpkonline.org/teachertoolkit/langVoc/section_4/4b.htm

Bókin er lesin oftar en einu sinni (gott að nýta sér að flestum börnum finnst gaman að hlusta aftur og aftur á sömu sögu), þannig að börnin þekkja orðið innihald bókanna vel.

Yfirleitt er talað um þrjú stig kennslunnar. Á fyrsta stigi  nefna börnin heiti mynda, síðan segja þau meira frá því sem gerist á myndunum, en ætlast er til að með hverri endurtekningu segi börnin frá í lengra máli og geti smám saman lýst atburðarás og flækju sögunnar. Kennari notar einfaldar Hv spurningar til að leggja mat á orðaforða barnanna og byggir síðan ofan á hann með því að endurtaka það sem barnið segir og bæta við þekkinguna t.d. með því að kenna nýtt hugtak yfir sama hlut/aðgerð. T.d. barnið segir:,,Þeir eru að tosa í bílinn”, þá svarar kennarinn:,,já þeir eru að draga bílinn”. Kennari nýtir sér einnig áhuga barnanna fyrir ýmsum smáatriðum á myndum og fylgir þeim eftir til að efla orðaforða þeirra (t.d. hvað kallast þetta? og bendir á stuðara eða dráttarkrók). 

Hrósa þarf öllum tilraunum barnanna til að tjá sig. Þegar börn hafa nokkurn veginn tileinkað sér orðaforða bókarinnar er farið yfir á stig 2. Þegar þangað er komið er hafist handa við að fá börnin til að tala meira og nota lengri setningar. Kennari hvetur börnin til að segja með þeirra eigin orðum hvað er að gerast á myndunum. T.d. ,,Hvað er að gerast”, ,,segðu mér hvað er að gerast á myndinni”. Kennari fer að spyrja opinna spurninga og bregðast við svörum með því að bæta við (expand) t.d. ef barnið segir:,,Bíllinn er fastur”. Kennari segir: ,,Já hann er fastur. Hann gæti farið á hvolf?” og hvetja síðan barnið til að endurtaka viðbótina.

Dæmi um hvernig á að hvetja til meiri umræðna:

  • Gerðu athugasemd við mynd á einföldu máli, líkt og barnið myndi nota. Bíddu síðan eftir viðbrögðum frá barninu
  • Segðu hluta úr setningu og bíddu eftir að börnin endi hana (eitt-tvö orð)
  • Gerðu athugasemd við mynd sem er augljóslega röng og láttu börnin leiðrétta þig.
  • Kennari heldur þjálfun áfram með því að fara á milli stiga 1 og 2 eftir getu barnanna og viðfangsefnum.

Á tenglinum hér fyrir neðan má sjá móður beita aðferðinni með syni sínum og  sýnir vel hverng hún bætir  við orðaforða hans

http://www.youtube.com/watch?v=eXmwfyxS1f8

Ekki er farið yfir á stig 3 fyrr en barnið þekkir orðið bókina og efni hennar vel. Þegar hér er komið er ætlunin að byggja upp meiri leikni í tjáningu (oral fluency) þannig að börn noti orðaforða bókarinnar til að endursegja söguna. Umræður taka minna mið af myndum en snúast meira um söguflækju og kennari hvetur börnin til að nota nýjan orðaforða sem ekki kemur fyrir í bókinni. Á þessu stigi eru allar tegundir spurninga notaðar svo sem minnis-spurningar (recall) til að draga fram einhvern ákveðinn hluta sögunnar. Einnig eru notaðar spurningar til að tengja við eigin reynslu (distancing). T.d. ,,Hefur þú og fjölskylda þín fest bílinn ykkar?”

Markmiðið með því að leiða börn í gegnum þessi þrjú stig er að hjálpa þeim til að verða sögumenn. Það er æskilegt að nota ferlið með sveigjanlegum hætti, gefa sér nægan tíma og laga kennsluhætti að mismunandi einstaklingum. Börn sem hafa notið þessarar kennsluaðferðar standa sig umtalsvert betur á málþroskaprófum en börn sem eingöngu hefur verið lesið fyrir með hefðbundnum hætti.  Börnum getur farið mikið fram með nokkurra vikna þjálfun. Þessi áhrif hafa komið fram á hundruðum barna á mismunandi aldri sem búa við mismunandi aðstæður víðsvegar um Bandaríkin og í Mexíkó

© Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer