Það er gott að syngja fyrir börn og tala við þau alveg frá fæðingu. Flestir foreldrar kunna algengar barnagælur en það eru líka til fjölmargar vísnabækur sem handhægt er að grípa til.
Bendibækur í hörðum spjöldum eða öðru slitsterku efni henta vel ungum börnum á fyrsta og öðru ári. Bækurnar eru yfirleitt með myndum af algengum hlutum í umhverfi barnsins, til dæmis leikföngum, og vinsælt er að fjalla um dýr í slíkum bókum. Bendibækur er upplagðar til að skapa samræður við börnin og segja litla sögu um það sem skoðað er. Þegar líður á annað árið er svo hægt að fá bækur með meiri texta og sögu.
Klappa saman lófunum. Ragnheiður Gestsdóttir valdi vísurnar og myndskreytti.
Íslensku dýrin. Halldór Pétursson.
Múmínálfar læra orð. Mumin Characters. Bjarni Guðmarsson þýddi.
Fyrstu 100 orðin. Sara Hlín Hálfdanardóttir þýddi.
Ég elska þig. Fellibók. B. Sido. Sara Hlín Hálfdanardóttir þýddi.
Litla bókasafnið mitt. Klár kríli. Sex bækur: Orðin, Farartæki, Formin, Litirnir, Tölurnar, Dýrin
Skoðum, hristum og lærum. Dýrin.
Dýrin í sveitinni. Lousia Sladen. Luana Rinaldo gerði myndirnar.
Depill, hvað sérðu? Eric Hill. Birna Klara Björnsdóttir þýddi.
Stóra dýrabókin mín. Hálfdan Ómar Hálfdansson þýddi.
Í dýragarðinum. Hálfdan Ómar Hálfdansson og Sara Hlín Hálfdanardóttir þýddu.
Ég er tveggja ára. Ég læri um orðin. Diapress. Steingrímur Steinþórsson dýddi.
Bangsi litli. Grete Janus og Mogens Hertz. Vilbergur Júlíusson endursagði. Skemmtilegu smábarnabækurnar.
Svona stór! Þóra Másdóttir. Margrét Laxnes gerði myndirnar.
Tvær sögur um tunglið. Vilborg Dagbjartsdóttur. Gylfi Gíslason gerði myndirnar.
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer