Lesskilningur og val á lesefni
Rannsóknir benda til þess að áhugi á innihaldi texta hafi bein áhrif á lesskilning, ekki síst drengja. Í rannsókn Oakhill og Petrides (2007) á lesskilningi 9 til 10 ára breskra nemenda kom til dæmis í ljós að drengirnir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu mun meiri áhuga á texta sem fjallaði um kóngulær en samskonar texta sem fjallaði um börn sem þurftu að yfirgefa fjölskyldur sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Því var aftur á móti öfugt farið hjá stúlkunum. Þessi áhugamunur á innihaldi textanna kom skýrt fram í skilningi drengjanna á textunum tveimur; þeir áttu mun auðveldara með að svara spurningum um frásögnina af kóngulónum en börnunum í seinni heimstyrjöldinni. Enginn slíkur munur kom fram hjá stúlkunum; þær virtust skilja báða textana jafn vel, þrátt fyrir að hafa mun meiri áhuga á efni annars þeirra.
Heimildir
Oakhill og Petrides (2007)
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer