You are here

Skimunarpróf

Leið til læsis

Leið til læsis (LtL) er titill á nýju mats- og stuðningskerfi í lestrarkennslu, ætlað  kennurum á yngsta stigi grunnskólans. Það samastendur af

1. Lesskimunarprófi sem lagt er fyrir að hausti í 1. bekk, þar sem prófaðir eru þættir sem leggja grunn að lestrarnáminu sem eru:

  • Málskilningur og orðaforði
  • Bókstafa og hljóðaþekking
  • Hljóðkerfis- og hljóðavitund.

Lesskimunarprófið gerir bekkjarkennurum kleift að kanna hversu vel nemendur eru undirbúnir til að takast á við lestrarnám áður en eiginleg lestrarkennsla hefst að hausti í 1. bekk. Niðurstöður gefa vísbendingar um styrkleika og veikleika í nemendahópnum og veitir upplýsingar um nemendur sem gætu verið í áhættu með að lenda í erfiðleikum við lestrarnám, annars vegar vegna vanda við umskráningu og hins vegar vegna vanda með lesskilning.

2. Handbók með leiðbeiningum um fyrirlögn og kennslu

Niðurstöður skimunarprófsins eru tengdar kennsluleiðbeiningum sem gera kennurum kleift að bregðast við með ólíkum hætti eftir því hvernig styrk- og veikleikar nemenda birtast í hverjum þessara færniþátta. Leiðbeiningar og hugmyndir um kennslu eru byggja á raunprófuðum kennsluaðferðum í anda hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun við lestrarerfiðleikum.

3. Stöðluðum fyrirmælum í hljóðskrá sem hægt er að hala niður af vef Námsmatsstofnunar

4. 

Úrvinnslusíðu á vef Námsmatstofnunar þar sem úrlausnir nemenda eru færðar inn og niðurstöður,  byggðar á aldursviðmum frá árinu 2009, reiknaður út.

5. Gátlista, ætlaður foreldrum. Hægt að nota í foreldraviðtölum við upphaf 1. bekkjar.

6. Hljóðfærni. Greiningarprófi til að kanna hljóðkerfisvitund.

7. Eftirfylgniprófum fyrir 1. – 4. bekk.  Um er að ræða

  • orðalista (tvo fyrir hvern árgang) til að prófa sjónrænan orðaforða
  • samfellda texta til að prófa lesfimi (tvo fyrir hvern árgang) nemenda

Stuðningskerfið LtL er enn í þróun og hafa mismunandi þættir þess verið smám saman að koma út á árunum 2010-2012. Höfundar þess eru Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Sigurgrímur Skúlason, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Jóhanna Ella Jónsdóttir. Sjá nánar um Leið til læsis á vef Námsmatsstofnunar undir tenglinum Skólatengd færni á vefslóðinni http://www.namsmat.is/vefur/stodlud_prof/leid_las/las_uppl.html

Læsi - lestrarskimun

Læsi - lestrarskimun er ætlað að athuga lestrarhæfni nemenda í 1. og 2. bekk. Annars vegar til að finna nemendur sem kunna að vera í áhættuhópi vegna lestarerfiðleika. Hins vegar að veita kennurum upplýsingar til að skipuleggja kennslu nemenda. Prófið er þýtt úr norsku og staðfært af Guðmundi B. Kristmundssyni og Þóru Kristinsdóttur og kom út árið 2000. Prófið samanstendur af fimm heftum. Þrjú eru fyrir 1. bekk og tvö fyrir 2. bekk.

Prófþættir eru

1. bekkur. Fyrsta prófun

  • Viðhorf til lesturs
  • Skilningur á hugtökum sem koma fyrir í ritmáli. Hvort nemendur geti gert greinarmun á bókstöfum, tölustöfum og öðrum táknum
  • Málvitund. Hvort nemendur þekki hugtökin setning, orð, atkvæði og hljóð, greini lengd orða, fjölda orða í setningu, atkvæði og hljóð

1. bekkur. Önnur prófun

  • Bókstafakunnátta, stór og lítill stafur
  • Að þekkja bókstafi út frá hljóði og tákni
  • Greina forhljóð í orðum og ritun bókstafa sem tákna hljóðið
  • Hljóðtenging, að tengja saman hljóð í orð
  • Lesa einföld orð og tengja við rétta mynd

1. bekkur. Þriðja prófun

  • Lesa stuttar einfaldar setningar og velja rétta mynd
  • Lesa stuttar gátur og velja viðeigandi mynd
  • Lesa stutt fyrirmæli og fara eftir þeim við litun myndar
  • Að skrifa orð við myndir

2. bekkur. Fyrsta prófun

  • Viðhorf til lestrar
  • Lesa orð án samhljóðasambanda og velja viðeigandi mynd
  • Að greina á milli orðhluta í samsettum orðum
  • Að lesa stök orð með samhljóðasamböndum og tvöföldum samhljóða og velja rétta mynd

2. bekkur. Önnur prófun.

  • Lesa setningar og finna viðeigandi myndir
  • Hlusta á upplestur og merkja við rétt svör
  • Að velja rétt orð út frá samhengi
  • Lesa texta og velja rétt svar í fjölvalspurningum
  • Lesa fyrirmæli í texta og merkja inn á kort í samræmi við þau

Greinandi ritmálspróf (GRP 14h)

GRP-14h er hóp-próf fyrir 14 ára nemendur. Höfundar þess eru Rannveig G. Lund og Ásta Lárusdóttir og kom það út árið 2004. Tilgangur prófsins er annars vegar að skima eftir erfiðleikum við ritmálið hjá 14 ára unglingum og byggjast viðmið hópsins á normaldreifðum hópi. Prófið gefur vísbendingar sem hægt er að staðfesta með nánari greiningu. Hins vegar er tilgangurinn kennslufræðilegur því kennarar geta brugðist við niðurstöðum og ýtt undir þjálfun og framfarir með viðeigandi kennslu (sjá nánar í handbók prófsins, bls. 35). Prófinu fylgir spurningalisti til foreldra og kennara.

Prófþættir eru:

  • Hljóðlestur, leshraði og lesskilningsverkefni
  • Heyrnrænt skammtímaminni (talnarunur)
  • Greining orða í stafastrengjum
  • Að finna bullorð sem hljóma eins og orð
  • Að greina lengd sérhljóða
  • Að greina rétt stafsett orð
  • Stafsetning eftir upplestri (samfelldur texti)

Boehm - hugtakapróf

Boehm – R metur hugtakaskilning nemenda í 6 ára bekk. Höfundur er Ann E. Boehm. Prófið er gefið út af The Psychological Corporatio árið 1983. Hægt er að leggja prófið fyrir heilan bekk í einu.

© Helga Sigurmundsdóttir

 

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer