Lestur byggist á stigskiptri þróun sem hefst á því að börn lesa einfalda texta sem þyngjast smátt og smátt upp í flókið og sérhæft námsefni sem gerir miklar kröfur til lesskilnings.
Grunnurinn að þessari mikilvægu færni er lagður strax í upphafi lestrarnámsins en börn þurfa að lesa jafnt og þétt til að ráða við stigþyngjandi lesefni.
Ef brestir verða í þjálfuninni er hætta á að viðunandi árangur náist ekki.
Mikilvægt er að börn lesi heima daglega ef mögulegt er. Þótt börn lesi í skólanum er það ekki í þeim mæli sem nauðsynlegt er til að þau fái nægilega þjálfun. Þess vegna er heimalestur afar mikilvægur.
Börn sem eiga auðvelt með að læra að lesa fara fljótlega að lesa af sjálfsdáðum og þeim fer oftast hratt fram, þótt alltaf þurfi að vera á varðbergi og fylgjast með að þjálfun falli ekki niður. Börn sem eiga í erfiðleikum reyna síður að lesa sjálf og þurfa mikla hvatningu og aðstoð.
Hvernig er hægt að efla lestrarfærni barna ?
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer