You are here

Stafsetningarreglur

Hvað eru stafsetningarreglur?

Stafsetningarreglur, einsog við þekkjum þær í auglýsingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og í kennslubókum um stafsetningu, eru lýsing fullorðins fólks (málfræðinga) á því samkomulagi sem tekist hefur í landinu um það hvernig á að stafsetja. Í hinni opinberu auglýsingu um stafsetningu er hvergi nein almenn regla um að skrifa eigi í samræmi við framburð. Þessi lýsing er fyrst og fremst lýsing á því hvernig á að skrifa þegar framburður segir ekki ótvírætt til um rithátt.

Reglurnar í hinni opinberu auglýsingu menntamálaráðuneytisins nr. 132/1974 eru 93 að tölu – með undantekningum – og þær birtast með ýmsu móti í handbókum og kennslubókum, oftast á bilinu 80 til 95 talsins (Dóra Hafsteinsdóttir, 2006). Fjöldi reglna og orðalag þeirra fer eftir því hvaða aðferð er notuð til að lýsa þessu samkomulagi. Í bókinni Lykill að stafsetningu og greinarmerkjum eru sömu reglur settar fram á einfaldari hátt og þá eru þær 53 – án undantekninga (Baldur Sigurðsson og Þórðarson, 2004). Þetta sýnir að svokallaðar „stafsetningarreglur“ eru ekki einhlítar.

 

© Baldur Sigurðsson

 

 

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer