Snemmtæk íhlutun
Flestir skólar reyna að fyrirbyggja að börn lendi í alvarlegum lestrarerfiðleikum með því að leggja fyrir skimunarpóf á fyrstu mánuðum grunnskólans. Tilgangur þess er að kanna hverjir þurfa á aðstoð að halda við lestarnámið svo hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra strax.
Tímabilið frá 1. til 3. bekkjar er sá tími sem unnið er að snemmtækri íhlutun. Hún felst í því að veita viðeigandi kennslu án þess að barnið hafi fengið formlegan stimpil (greiningu). Lögð er áhersla á stuðning inni í bekk en útfærslan er þó mismunandi eftir skólum. Ef vel gengur ætti barnið ekki að finna mikið fyrir erfiðleikunum, heldur ætti kennslan að koma í veg fyrir alvarleg vandamál. Ef þörf er á fer fram ítarleg greining í 3. - 4. bekk.
Fylgist vel með þróun lestrarnámsins
Gangi lestrarnámið ekki nægilega vel er mjög mikilvægt að bregðast strax við svo barnið dragist ekki aftur úr jafnöldrum (meira en orðið er).
Foreldrar geta:
Ef ekki er sérkennari við skólann sem getur séð um lestrarráðgjöf og lestrargreiningu geta foreldrar leitað til þjónustumiðstöðva eða skólaskrifstofa viðkomandi skólaumdæmis.
Skimunar- og greiningarferlið
Mikilvægt er að foreldrar átti sig á að fyrstu viðbrögð við (hugsanlegum) erfiðleikum í lestri birtast í formi skimunar með Hljóm-2 í leikskólanum. Í kjölfar þess fá börn sem lenda í áhættuhópi makvissa þjálfun við að efla móttækileika sinn í undirliggjandi þáttum lestrrnámsins. Formleg greining á lestrarerfiðleikum á sér oftast stað í 3. - 4. bekk
Þjónusta sem börn fá í kjölfar greiningar, ef þau njóta hennar ekki þegar, er í flestum tilvikum
Sérkennsla
Skólar fá úthlutað sérkennslutímum í hlutfalli við nemendafjölda. Deildarstjórar eða umsjónarmenn sérkennslu sjá um að skipta sérkennslutímum niður á nemendur og nemendahópa í samvinnu við skólastjórnendur. Flestir skólar þurfa að forgangsraða nemendum í sérkennslu og er þá miðað við hversu alvarlegir námserfiðleikarnir eru, en algengast er að veita sérkennslu í lestri, stafsetningu og stærðfræði.
Sérkennslan byggir yfirleitt á mati eða lestrargreiningu. Við upphaf hennar eru gerðar einstaklingsnámskrár/áætlanir fyrir hvern og einn nemanda þar sem kennslan er rökstudd og skipulögð fram í tímann. Í einstaklingsnámskrá koma fram eftirtalin atriði:
Kennarar sem annast sérkennslu þurfa síðan að skila skýrslu um mat á árangri kennslunnar einu sinni til tvisvar á ári, þ.e. um áramót og við skólalok. Þessi vinnubrögð eru viðhöfð til að auðvelda kennurum, foreldrum og skólastjórnendum að hafa yfirsýn og fylgjast með árangri nemenda auk þess að auðvelda umræður milli áðurnefndra aðila.
© Helga Sigurmundsdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer