Vísbendingar í talmáli
- Ber rangt fram löng, sjaldgæf eða flókin orð, sleppir orðhlutum eða ruglar þeim saman, t.d. galdrakerling verður garlakerling.
- Talmál gengur ekki hnökralaust, mikið um hik og hikorð t.d. þarna, hérna og sko.
- Notkun tungumálsins er ónákvæm, á erfitt með að finna nákvæm hugtök yfir hluti, ruglast á orðum sem hljóma líkt, t. d. flétta og fletta.
- Á erfitt með að svara spurningum viðstöðulaust.
- Á erfitt með að muna ákveðnar málrænar upplýsingar, t.d. heiti daga, nöfn og símanúmer.
Vísbendingar í lestri
- Mjög hægar framfarir í lestri.
- Á erfitt með að ná tökum á lestrartækni.
- Á erfitt með að hljóða sig í gegnum orð á kerfisbundinn hátt, þarf að gera margar tilraunir eða reynir að giska.
- Les ýmis algeng smáorð rangt, t.d. það, en, og, svo.
- Stoppar við og á erfitt með að lesa orð með mörgum atkvæðum.
- Ótti við að þurfa að lesa upphátt, reynir að komast undan því.
- Mikið af brottföllum, víxlunum og rangt lesnum orðum við lestur.
- Upplestur vantar hrynjandi og getur líkst upplestri á erlendu tungumáli sem er nemanda ekki tamt.
© Helga Sigurmundsdóttir og Steinunn Torfadóttir