Málið er eitt öflugasta verkfæri hugsunarinnar. Rannsóknir um allan heim sýna tengsl góðs málþroska við námsárangur (Stackhouse og Wells, 1997; Catts og Kahmi, 1999; Guðrún Bjarnadóttir, 2004). Auk þess eru að koma fram rannsóknir sem sýna að málþroskafrávik geta haft bein áhrif á hegðun, líðan og námsárangur viðkomandi barns (Cohen o.fl., 2000; Sólveig Jónsdóttir, 2007; Westby, 2007).
Málþroskaraskanir geta verið af ýmsum toga og orsakast m.a. af ýmiss konar þroskafrávikum, mismunandi fötlunum eða langvarandi veikindum. Stór hópur barna greinist með málþroskafrávik án þess að um önnur þroskafrávik eða sjúkdóma sé að ræða og er þá talað um að börn séu með sértækar málþroskaraskanir (Ester Sighvatsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir, 2004; Þóra Sæunn Úlfsdóttir, 2004).
Börn með sértækar málþroskaraskanir eru í áhættuhópi hvað varðar námsörðugleika og vanlíðan í skóla. Þau eiga oft í erfiðleikum með að eignast vini vegna þess að málþroskaröskun getur haft mikil áhrif á félagsfærni. Það er því mjög mikilvægt að
Á þann hátt má leitast við að fyrirbyggja frekari vanda og draga þar með úr hættu á námsörðugleikum, vanlíðan og brottfalli nemenda úr skóla.
Vegna náinna tengsla lestrar og máls eru börn með sértækar málþroskaraskanir iðulega lengi að ná valdi á lestrartækninni. Orsök erfiðleikanna getur m.a. verið veikleiki í hljóðkerfisvitund, en hljóðkerfisvitund er mikilvægur undirstöðuþáttur fyrir lestur. Þá er mikilvægt að vinna með þann þátt jafnhliða lestrarnámi. Auk þess glíma þessi börn oftast við annars konar erfiðleika eftir að þau hafa náð valdi á sjálfu lestrarferlinu. Þessir erfiðleikar koma upp á yfirborðið þegar fer að reyna á málskilning nemendanna við lestur flóknari texta, en þá dregur úr framförum og erfiðleikar tengdir málskilningi koma í ljós. Þess vegna er mikilvægt að brúa bilið á milli leikskóla og grunnskóla, þannig að niðurstöður úr prófunum og áherslur í málörvun í leikskóla skili sér í áframhaldandi vinnu við upphaf grunnskólagöngu.
Við búum svo vel að eiga stöðluð próf og matslista sem notuð eru í leikskólum. Þessi próf meta stöðu barnanna miðað við jafnaldra og gefa til kynna hvort börnin þurfi sérhæfð úrræði og skilgreinda málörvun í leikskólanum. Þar sem þessi próf eru oft eingöngu notuð í leikskólum er mikilvægt að kynna þau fyrir grunnskólakennurum, vegna þess að gert er ráð fyrir að niðurstöður úr þeim fylgi börnum inn í grunnskólann. Það hefur ómetanlegt forvarnargildi að leggja fyrir stöðluð próf, greina málþroskafrávik og byrja strax með kennslu eftir eðli frávika. Eftirfarandi próf og matslistar eru mikið notuð í leikskólum:
Val í málörvunarhópa út frá eðli málþroskafrávika
Mikilvægt er að huga að málörvun barna sem fyrst eins og t.d. er gert í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þar hefur verið unnið með málörvunarhópa í fyrsta bekk undir stjórn talmeinafræðings frá skólaárinu 2004-2005. Við val í málörvunarhópa þarf að huga að mörgu. Helstu þættir sem lagðir eru til grundvallar eru:
Í málörvunarhópunum er unnið út frá skilgreiningum sem eru í málörvunarkerfinu; Tölum saman - Málörvunarkerfi fyrir börn með málþroskafrávik og tvítyngd börn (Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir, 2005). Sérstök áhersla er lögð á að skoða hegðun og boðskiptafærni með viðeigandi málörvun í huga. Einnig er lögð áhersla á heimavinnu, skráningu á hverjum málörvunatíma og samvinnu við foreldra.
Kennsla : Málörvun, skilgreind út frá þörfum barnanna.
Á eftirfarandi myndböndum má sjá dæmi um hvernig hægt er að vinna að málörvun barna með mismunandi hætti eftir að búið er að meta og skilgreina þarfir þeirra.
Númer 1:
Númer 2:
© Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur
© Bjartey Sigurðardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer