You are here

Kennsluáætlun

Kennsluáætlun - kennsluskipulag

Einstaklingsmiðuð kennsla (Differentiating Instruction) hefur það markmið að mæta mismunandi þörfum nemenda í getublönduðum bekkjum. Einstaklingsmiðun merkir að aðlaga kennsluna að nemendum, t.d. að byrja kennsluna þar sem  þeir eru staddur í lestrarþróuninni. Kennarar standa gjarnan frammi fyrir miklum getumun nemenda og oft munar allt að þremur til fjórum árum á getu þeirra sem eru komnir lengst og skemmst á veg í lestri miðað við aldurstengd viðmið (Tyner, 2004). Til að beita einstaklingsmiðaðri nálgun við kennslu er nauðsynlegt að kennari hafi haldgóðar upplýsingar um stöðu allra nemenda. Hann þarf að hafa góð matstæki, þekkja hvernig lestur þróast með eðlilegum hætti og vita hvaða kennsluaðferðum á að beita til að geta gripið inn í með viðeigandi hætti (Riley, 2006; Walpole & McKenna, 2007).
 

Hér má sjá töflu um stigbundna þróun byrjenda í lestri, einkenni hvers stigs og áhersluþætti í kennslu miðað við stöðu nemenda. Nemendur í fyrstu bekkjum grunnskóla geta verið á öllum þessum getustigum og taka þarf tillit til þess við undirbúnig kennslu og við heimanám.

 

Stig

Viðmið miðað

við bekk/aldur

Þættir sem einkenna hvert stig

Áhersluþættir í kennslu

(markmið)

1.

Undir-búningur

Elsti bekkur leikskóla

  • Kann minna en helming stafrófsins
  • Þekkir ekki hugtakið orð
  • Hefur litla hljóðavitund
  • Þekkir fá orð í umhverfi sínu

 

  • Para hugtök og myndir
  • Þekkja og skrifa stafi stafrófsins
  • Spora stafi og orð
  • Greina á milli forhljóða (samhljóða)
  • Þekkir nafnið sitt og nokkur algeng orð í umhverfinu

2.

Byrjandi

Byrjun

1. bekkjar

  • Kann þrjá fjórðu hluta stafrófsins eða meira
  • Er byrjaður að spora stafi
  • Er fær um að greina sum hljóð
  • Þekkir nafnið sitt og nokkur algeng orð í umhverfinu
  • Að læra alla stafi stafrófsins
  • Greinir byrjunar og endahljóð (samhljóð)
  • Nær viðmiðunarmörkum í læsi-lestrarskimun 1. hefti, þ.e. getur um og yfir 70 % prófsins rétt.
  • Les einfaldan texta
  • Nýtir sér samhengi texta og myndir til stuðnings við lestur
  •  

3.

Framfarir

Um miðbik og lok

1. bekkjar

  • Getur greint forhljóð og endahljóð orða
  • Getur meira en 70 % atriða í læsi lestrarskimun 1. hefti.
  • Les einfaldan texta
  • Þekkir og greinir orðhluta í orðum við lestur og skrift
  • Nær viðmiðunarmörkum í læsi-lestrarskimun 2. hefti, þ.e. getur um og yfir 80 % prófsins rétt.
  • Les flóknari texta
  • Lesfimi/leshraði eykst
  • Nær að skilja það sem hann les
  • Leiðréttir eigin villur

 

4.

Aukin færni

Í lok

1. bekkjar og við upphaf

2. bekkjar

  • Þekkir og greinir orðhluta í orðum við lestur og skrift
  • Nær viðmiðunarmörkum í læsi-lestrarskimun 2. hefti, þ.e. getur um og yfir 80 % prófsins rétt.
  • Nýtir sér þekkingu á orðhlutum og uppbyggingu máls við lestur og ritun
  • Nær viðmiðunarmörkum í læsi-lestrarskimun 3. hefti, þ.e. getur um og yfir 67 % prófsins rétt.
  • Verður smám saman sjálfstæður lesandi, getur umskráð og skilið það sem hann les.
  • Lesfimi/leshraði eykst, nær að lesa
  • allt að 60 atkvæði á mínútu

5.

Sjálfstæður lestur

Um miðbik og lok 2. bekkjar

  • Les og skrifar með sjálfstæðum hætti
  • Beitir lestraraðferðum markvisst
  • Les hratt og vel miðað við aldur
  • Nýtir sér þekkingu á orðum og orðhlutum við lestur og skrift
  • Þróar með sér áhrifaríkar aðferðir til að ná auknum lesskilningi
  • Notar flókin orð/orðmynstur
  • Sýnir lestrarleikni við lestur margs konar texta (les 50 – 100 atkvæði á mínútu)
  • Getur brugðist við lesefni með margs konar hætti

 

Stuðst við Tyner (2006:8), viðmið í Læsi lestrarskimun (Guðmundur B. Kristmundsson og Þóra Kristinsdóttir 2000) og  Stefnumörkum í lestri í 1.-10. bekk sbr. Fluglæsi (Rósa Eggertsdóttir o. fl. 1998).

Kennari byrjar á að skipuleggja skólastofuna og hyggja að mögulegum náms- og kennslugögnum miðað við aldur nemenda.
Hann fer yfir allar upplýsingar um nemendur, bæði formlegar og óformlegar og athugar hvort þurfi að leggja nánari athuganir fyrir. Með þessu móti sér hann væntanlegar þarfir nemenda, skiptir þeim í tvo til fjóra hópa og skipuleggur mismunandi kennslu, miðað við þarfir nemenda og tímann sem hann hefur til umráða. Hluta tímans er varið til að kenna öllum hópnum saman, t.d. þegar kenndur er nýr stafur og unnið er út frá sameiginlegu lesefni eða vettvangsferð  til að efla orðaforða og lesskilning. Algengt er að miða undirbúning kennslunnar við þrjá mismunandi hópa:

  • þar sem nemendur þurfa sérhæfða aðstoð og jafnvel einstaklingskennslu
  • þar sem þarf að fylgja nemendum vel eftir til að festa þekkingu betur
  • þar sem nemendum er dreift á valsvæði og þeir látnir vinna sjálfstætt að ákveðnum verkefnum

Þótt kennslan sé skipulögð út frá þremur mismunandi hópum eru nemendur sem tilheyra mismunandi getuhópum oft látnir vinna saman eða vera saman á valsvæði. Kennari skipuleggur vinnu nemenda þannig að hann geti aðstoðað sem flesta með reglubundnum hætti, en jafnframt eytt meiri tíma til að kenna þeim nemendum sem þurfa mest á beinni aðstoð að halda (Walpole & McKenna, 2007).

© Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer