You are here

Lærð færni

Lestur er  ekki eðlislægur, meðfæddur  eiginleiki, heldur lærð aðgerð og að því leyti gjörólíkur máltökunni. Lestur og ritun eru hugvit mannsins og menning  læsis hefur aðeins fylgt hluta mannkynsins í nokkra mannsaldra.

Flest börn læra að lesa án sérstakrar fyrirhafnar og sum að því er virðist algjörlega áreynslulaust. Fyrir önnur verður lestrarnámið óyfirstíganleg hindrun og sársaukafull reynsla, sem jafnvel markar alla  þeirra skólagöngu og líf í heild. Ef um alvarlega erfiðleika er að ræða getur það haft í för með sér skert lífsgæði fyrir viðkomandi einstakling.

Skilningur og þekking á eðli lestrarerfiðleika getur hjálpað, ekki aðeins við að draga úr alvarleika lestrarerfiðleikanna sjálfra, heldur einnig til að draga úr þeim afleiðingum sem slíkir erfiðleikar hafa á lífsgæði fólks.

© Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer