Hér að neðan eru nokkrar ábendingar og hugmyndir að verkefnum sem tengjast lestri barna á mið- og unglingastigi. Verkefnin eru ýmist unnin einstaklingslega eða í litlum hópum.
Að skoða orð og flokka (PDF)
Þetta paraverkefni sem hefur það markmið að auka orðaforða nemenda og vekja athygli þeirra á að orð hafa mismunandi hlutverk í texta. Fyrirmælin er hægt að nota við ýmsa aðra texta en gert er í þessu verkefni.
Glósugerð (PDF)
Í þessu verkefni er athygli nemenda beint að mikilvægi þess að lesa texta með athygli og þeim bent á nokkrar leiðir sem geta hentað í þeim tilgangi. Útskýra þarf vel tilgang verkefnis af þessu tagi áður en nemendur spreyta sig. Verkefnið er paraverkefni.
Upplýsingarlæsi (PDF)
Í þessu verkefni reynir m.a. á að nemendur geri sér grein fyrir eðli og einkennum auglýsinga. Unnið er saman í litlum hópum.
Kvikmyndagreining (PDF)
Þetta verkefni er unnið í hópum og hentar til að bera saman bók og kvikmynd. Hér reynir m.a. á að geta beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði en einnig á lestur, áhorf og ritun.
Frá einni bók til annarrar (PDF)
Í þessu verkefni reynir á að nemendur skipuleggi vinnubrögð, lesi og skrifi, túlki og meti texta. Einnig er ætlast til að nemendur leggi mat á eigin vinnu. Þetta er einstaklingsverkefni.
FSE – fyrir, samhliða og eftir lestur skáldsögu (PDF)
Þetta er einstaklingsverkefni og samanstendur af eyðublaði til útfyllingar og ábendingum á baksíðu. Nemendur gætu einnig skráð þessar upplýsingar í vinnubók sína. Markmiðið er að beina athygli nemenda að því sem þeir vita áður en lestur hefst, hugsa um það sem þeir lesa og gera grein fyrir skoðun sinni að loknum lestri. Eyðublaðið má útfæra eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
© Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer