You are here

Málþroski og læsi

Bæði málþroski og læsisþróun eru flókin langtímaferli.  Í máltökuferlinu læra börn orðaforða tungumálsins og merkingu, framburð og beygingar. Þau læra að tengja orðin saman í setningar og flétta þær saman í eina heild með samtengingum, fornöfnum og fleiru. Þau læra líka óskráðar hefðir og reglur um viðeigandi notkun máls eftir aðstæðum. Læsi felur líka í sér marga ólíka þætti, meðal annars  ritmál og bókstafi, samsvörun hljóða og stafa, lesskilning, ritun, mun á talmáli og ritmáli o. s.frv.

Margvísleg tengsl eru á milli málþroska og læsis og tengslin eru líka breytileg eftir því hvar barnið er statt í þroskaferlinu. Segja má að það séu einkum þrír þættir málþroskans sem tengjast lestrarnámi og læsi, og þar með námsárangri:

Næmi fyrir hljóðum tungumálsins (hljóðavitund), sem gegnir lykilhlutverki á fyrstu stigum lestrarnámsins þegar börn eru að ná tökum á samsvörun stafs og hljóðs.

Orðaforði, sem tengist í raun öllum viðfangsefnum lestrarnámsins og er undirstaða lesskilnings.

Málskilningur og máltjáning  eru mikilvægir þættir í málþróun barnsins og jafnframt  undirstaða lesskilnings og ritunar.     

© Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer