You are here

Þekking á ritmálinu

Ólík ritmálskerfi hafa ólíkar hefðir varðandi skipulag og framsetnigu ritmálsins. Þegar börn eru að byrja að kynnast ritmálinu er mikilvægt að þau læri grundvallar hugtök og reglur sem auðveldar þeim að skilja umgerð ritmálsins. Hér er t.d. átt við að börn viti eftirfarandi atriði:

  • Að  táknin á blöðum og blaðsíðum eru bókstafir. Í byrjun eru bókstafir merkingarlaus tákn, en smám saman læra börn að þau heita bókstafir og þeim er raðað saman til að mynda orð. Seinna læra þau að bókstafir standa fyrir hljóð tungumálsins og að hægt er að raða þeim saman með mismunandi hætti til að mynda mismunandi orð.
  • Að orð vísa til merkingar.
  • Að orð eru aðskilin með bilum sem kallast orðabil.
  • Að ritmál er skipulagt frá vinstri til hægri, í línum og er lesið frá toppi og niður blaðsíður.
  • Að orðum er raðað í stærri einingar sem kallast setningar sem eru afmarkaðar með punktum, kommum og spurningarmerkjum.
  • Að ofantalin greinarmerki ásamt upphrópunarmerkjum og gæsalöppum gefa vísbendingar um hvernig hægt er að lesa í hendingum og í takt við hljómfall talmálsins.

Þjálfaðir lesendur nýta sér hefðir og greinarmerki án umhugsunar og eru því e.t.v. ekki nægilega meðvitaðir um að sum börn þurfa nákvæma útskýringu á tilgangi þeirra. Þá er einkum átt við börn sem ekki hafa mikla reynsu af ritmáli sem og börn sem tala ólík tungumál, t.d. kínverksu eða arabísku (Byrnes og Wasik, 2009; Pence og Justice, 2008; Scanlon, Anderson og Sweeney, 2010).

 

© Helga Sigurmundsdóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer