You are here

Afleiðingar

Lesskilningur er undirstaða námsárangurs og því eru nemendur með lesskilningserfiðleika í mikilli áhættu með að lenda í alvarlegum erfiðleikum í námi. Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að börn með lesskilningsvanda hafa oft litla ánægju af lestri þrátt fyrir góða færni í að lesa orð og texta, þar sem skilningur þeirra færir þau að takmörkuðu leyti að merkingu textans. Það getur valdið því að þau lesi minna en til er ætlast sem aftur dregur úr möguleikum þeirra við að afla sér þekkingar og byggja upp orðaforða til jafns við jafnaldra. Afleiðingar þessa hafa síðan enn neikvæðari áhrif á lesskilning og námsmöguleika viðkomandi barna (Nation, 2009). Þessi neikvæði spírall sem Stanovich (1986) kallar "Matthew Effects" eða Mattheusar áhrif er vítahringur sem mikilvægt er að komast fyrir með fyrirbyggjandi aðgerðum sem miða að því að finna þau börn sem átt geta í erfiðleikum með skilning sem allra fyrst á skólagöngunni og setja inn viðeigandi inngrip sem komið geta í veg fyrir lesskilningsvandann eða dregið úr honum. 

Erfiðleikar við lesskilning liggja eins og áður segir í málþróun einstaklingsins. Málþroski þróast á löngum tíma og þess vegna er mikilvægt að beita "snemmtækri íhlutun" strax í leikskóla til að bregðast við vanda barna í málþáttum.

© Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer