You are here

Blandaðar aðferðir

Blandaðar aðferðir - jafnvæg nálgun

Í dag myndu fáir lestrarkennarar telja sig fylgjandi einni ákveðinni kennsluaðferð í lestri heldur myndu flestir telja sig beita blönduðum aðferðum. Með blönduðum aðferðum er átt við nokkurs konar málamiðlun milli “whole language” og hljóða-aðferðarinnar, eða það sem kallað hefur verið “balanced approach” sem kalla mætti jafnvæga nálgun á íslensku.
Markmiðið með jafnvægri lestrarkennslu er að nýta það besta úr báðum aðferðum.
Áhersla er lögð á tæknilega þjálfun og lesskilning og að mæta þörfum hvers og eins með einstaklingsmiðaðri nálgun.

Atriði byggð á jafnvægri nálgun sem talin eru nauðsynleg til að læra að lesa
Forgangsraðað neðan frá og upp.
6.  Kenna námsaðferðir /strategies (Santa og Höien, 1999).
5. Kenna aðferðir til að þjálfa lesskilning svo nemandinn skilji og muni lesefnið.
4. Efla næmi fyrir stafsetningu orða og ritháttarreglum (sundurgreining).
3. Innsæi fyrir reglum ritmálsins. Skilja að orð eru sett saman úr stöfum sem standa fyrir hljóðin í orðunum sem við segjum og geta skráð þau.
2. Hljóðavitund; hæfnin til að greina og vinna með hljóð sem eru minni en atkvæði.
1. Hljóðkerfisvitund, næmni fyrir hljóðrænni uppbyggingu málsins, (rími, atkvæðum, hljóðum o.s.frv.).       (Barbara Foorman, 1997)


Rannsóknir gefa til kynna að huga þurfi að öllum úrvinnsluþáttum lestrarferlisins ef tryggja á farsælt lestrarnám allra nemenda og að ”jafnvæg kennsluprógrömm” nýtist vel til að ná tökum á dyslexíu. Slík prógrömm leggja áherslu á að þjálfa allt í senn umskráningu (hljóðaaðferðin), sjónrænan orðaforða (endurtekinn lestur) og lesskilning (orðaforða).Grunnurinn að slíkum prógrömmum var lagður með Reading Recovery (Clay, 1985) og er það kennsluprógramm gjarnan haft sem fyrirmynd (Santa, 1999; Lyon, 2004; Berninger, 2004, 2005; Santa og Höien, 1999; Invernizzi, 2003). Lögð er áhersla á erftirfarandi þætti:

• Áhersla á tengsl stafs og hljóðs
• Vinna með merkingu málsins og orðaforða
• Markviss ritun
• Áhersla á innihaldsríka lestexta
• Vinna með lesskilning
• Áhersla á þjálfun til að ná sjálfvirkni og fyrirhafnarlausum lestri.
• O. m. fl.


Vandamál og gagnrýni í tengslum við jafnvægt lestrarkennsluprógramm:

  • Hugmyndafræðin ekki nægilega vel skilgreind. 
  • Kennarar eiga erfitt með að forgangsraða áherslum í kennslu.
  • Kennslan verður ekki nægilega markviss
  • Skortur á kennsluefni við hæfi.

Mörg kennsluprógrömm eru til, einkum í Bandaríkjunum, en rannsóknir sýna að ekki virðist meginmunur á virkni þeirra fyrir nemendur með dyslexíu, svo framarlega sem þau leggja áherslu á vinnu með tengsl stafs og hljóðs (hljóðaaðferðin). 
Rannsóknir sýna hins vegar að það er færni kennarans sem skiptir máli varðandi árangur kennslunnar (Torgesen, 2005, 2004; 2002; 2001).

 © Steinunn Torfadóttir

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer