Fjölskynja kennsluaðferð
Fjölskynja nálgun er kennsla sem byggist á því að nemandinn vinni með viðfangsefnið út frá sem flestum skynáreitum. Dæmi:
Gegnum sjón - skoði markvisst form bókstafanna og læri hvernig þeir eru skrifaðir. Gagnlegt getur verið að skoða í spegli hvernig hljóð ákveðinna bókstafa myndast með talfærunum, einkum ef erfitt er að muna bókstafinn.
Gegnum heyrn - hlusti á og muni heiti bókstafa og hljóð þeirra
Gegnum hreyfingu- búa stafinn til t.d. skrifa í loftið, mála á stórt blað o.s.frv.
Gegnum snertingu - að leira stafinn, að þreifa á formi bókstafsins með lokuð augu, eða bundið fyrir augu
Galdurinn felst í því að vinna samtímis með alla skynþættina og þannig getur kennslan til dæmis verið með eftirfarandi hætti:
Góðir lesarar eiga auðvelt með að læra bókstafina og þeir kunna þá yfirleitt af mikilli nákvæmni mjög fljótt. Nemendur með lesblindu eiga oft erfitt með að læra bókstafina af fullkomnu öryggi. Þess vegna er afar mikilvægt að vinna með bókstafina út frá mismunandi skynleiðum til þess að auðvelda nemendum að muna heiti þeirra og hljóð, hvernig þeir eru skrifaðir og hvernig þeir myndast. Upprifjun og endurtekning er mjög mikilvæg og þyrfti að vera fastur liður í lestrarkennslu nemenda með dyslexíu.
© Steinunn Torfadóttir
Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer